Börn á jafnvægishjólum læra mun fyrr á reiðhjól

Nýjustu rannsókir mæla með að börn niður í 9 mánaða …
Nýjustu rannsókir mæla með að börn niður í 9 mánaða fái að spreyta sig á jafnvæfishjóli. Ljósmynd/Hiboy/Unsplash

Cristiana Mercê, prófessor í íþróttafræði við Santarém Polytechnic-háskólann í Portúgal segir að börn sem byrji að nota jafnvægishjól frá níu til átján mánaða aldri séu fljótari að læra á reiðhjól, eða allt að tveimur árum, en jafnaldrar þeirra sem nota hjálpardekk. 

Annie Pezalla, prófessor við Macalester-háskóla í Bandaríkjunum segir að á þessum tíma þroskaskeiðsins eigi sér stað miklar framfarir í jafnvægisskininu þar sem börn eru að læra að ganga, grípa í hluti og verða almennt meðvitaðri um umhverfið sitt. Þegar þeim áföngum hefur verið náð er tilvalið að leyfa þeim að prófa jafnvægishjól. Hún bætir því þó við að fyrsta tilraunin á hjólinu ætti að fara fram í öruggu umhverfi, t.d. á grasi eða á mottu, ef börnin skyldu detta. 

Pezalla segir að hjálpardekk séu að detta úr tísku þar sem þau bæti hreyfiþroska barna lítið. Algengt er ungir hjólagarpar eigi erfitt með að læra hvernig eigi að ná jafnvægi og samhæfingu á reiðhjóli þegar hjálpardekkin eru tekin af.

Auk þess eru hjól með hjálpardekkjum yfirleitt of stór fyrir yngstu börnin. Jafnvægishjólin bjóða hinsvegar börnum niður í níu mánaða að spreyta sig á nýrri hreyfingu, t.d. að ýta sér áfram á báðum fótum, ýta sér áfram á öðrum fæti og láta sig renna með fæturna frá jörðu.

„Þessar mismunandi hreyfingar gera þeim auðveldara fyrir að færa sig á reiðhjólið,“ segir Mercê. „Þú getur haldið jafnvægi án þess að nota petalana, en þú getur ekki notað petalana án þess að halda hafnvægi.“

Pezzalla segir að hún vildi óska þess að hún hefði kennt tvíburunum sínum, sem nú eru tíu ára, að hjóla á jafnvægishjólum. Að læra þessa hreyfigetu snemma hefur marga kosti, þá helst að komst á milli staða á nýjan og skemmtilegan hátt. 

„Þetta kennir þeim sjálfstæði og sjálfstraust sem er erfitt að finna á annan hátt,“ segir Pezzalla. 

abc NEWS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert