Enginn fær að búa heima hjá þeim

Hjónin þurfa sitt næði og hafa því valið að hafa …
Hjónin þurfa sitt næði og hafa því valið að hafa ekki starfsfólk sem býr á heimilinu. AFP

Margir hafa velt vöngum yfir því afhverju Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa hafa kosið að hafa ekkert starfsfólk sem býr heima hjá þeim enda með þrjú lítil börn og bæði önnum kafin. Fjölskyldan býr í Adelaide Cottage á Windsor lóðinni en það hús hefur aðeins fjögur svefnherbergi og því er ekkert pláss fyrir starfsfólk.

Konunglegi sérfræðingurinn Katie Nicholl sagði í hlaðvarpi Vanity Fair að ástæða þess að þau hafi ekkert starfsfólk búandi inn á sér er það hversu umhugað þau eru um einkalíf sitt. Ekkert megi leka út.

„Hann er afar áhyggjufullur enda er margt á hans könnu þessa stundina,“ segir Nicholl og vísar í veikindi Katrínar, veikindi föður hans og óvináttu hans og Harrys.

„Hann er á sama tíma afar praktískur og jákvæður, rétt eins og faðir sinn. Hann tekst á við lífið með því að sundurgreina og aðskilja kjarnann frá hisminu alveg eins og amma hans gerði.“

„Þegar við lítum á síðustu misserin þá rifjast upp fyrir mann þegar fólk var að hneykslast á því að þau væru ekki með barnfóstru sem byggi hjá þeim. Þau hafa hins vegar valið að hafa fáa í kringum sig einmitt til þess að vernda einkalíf sitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert