„Öllum leiðist í sumarfríinu“

Cara Delahoyde-Massey var sigurvegari Love Island og á nú tvö …
Cara Delahoyde-Massey var sigurvegari Love Island og á nú tvö börn með þeim sem hún vann keppnina með. Skjáskot/Instagram

Cara Delahoyde-Massey, sigurvegari Love Island er tveggja barna móðir sem finnst krefjandi að vera í sumarfríi með börnunum sínum.

Delahoyde-Massey er 34 ára og segir það erfitt ástand þegar börnin eru ekki í skóla á sumrin. Börnunum leiðist og foreldrarnir eru að fara yfir um. Henni finnst hvíla ákveðin skömm yfir þessum málum og vildi óska þess að fleiri mæður myndu ræða þessar tilfinningar sínar opinskátt.

„Þetta eru heilar sex vikur og við kvíðum fyrir,“ segir Delahoyde-Massey í hlaðvarpsþætti sínum en börnin hennar eru á aldrinum sex og þriggja ára.

„En maður má ekki tala um það því auðvitað eigum við að njóta tímans með börnunum okkar. Maður upplifir mikla smánun og fólk segir að maður ætti að vera þakklátt fyrir þennan tíma. En við skulum samt horfast í augu við sannleikann sem er að þessi tími er virkilega erfiður. Öllum leiðist. Þetta var öðruvísi í gamla daga því eldri kynslóðirnar bjuggu við meira frelsi. Það mátti fara á flakk án fylgdar foreldranna. Börnin mín geta það ekki.“

Delahoyde-Massey gagnrýnir konur sem viðhalda þessari glæsiímynd af börnum í sumarfríi.

„Maður heyrir konur stöðugt dásama fríið sitt og segjast ætla að föndra rosalega mikið og hvaðeina. Engin venjuleg mamma ætlar að gera slíkt, sorrý! Við erum bara að rembast við að þrauka daginn.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert