Jessica Chastain með börnin á Ólympíuleikunum

Leikkonan og börn hennar studdu bandaríska fimleikalandsliðið.
Leikkonan og börn hennar studdu bandaríska fimleikalandsliðið. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Jessica Chastain er stödd í París ásamt börnum sínum tveimur. Hún er ein af fjölmörgum Hollywood-stjörnum sem fylgjast með Ólympíuleikunum frá áhorfendapöllunum í París um þessar mundir. 

Chastain, sem hefur verið gift Gian Luca Passi de Preposulo frá árinu 2017, reynir allt hvað hún getur til þess að halda börnum sínum, Guiliettu og Augustus, utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart þegar leikkonan og eiginmaður hennar mættu með börn sín á undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikum á sunnudag.

Chastain, best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á við The Help, Zero Dark Thirty, The Zookeeper's Wife og Interstellar, fylgdist áhugasöm með bandarísku fimleikakonunni Simone Biles og liðsfélögum hennar í landsliðinu og sást klappa ákaft. Börn hennar fylgdust einnig spennt með gangi mála. 

Jessica Chastain ásamt dóttur sinni Guiliettu.
Jessica Chastain ásamt dóttur sinni Guiliettu. AFP

Chastain, 47 ára, og de Preposulo, 42 ára, eignuðust bæði börn sín með aðstoð staðgöngumóður. Dóttir hjónanna kom í heiminn árið 2018 og sonur þeirra fæddist tveimur árum síðar. 

Jessica Chastain og fjölskylda voru ekki einu stjörnurnar í áhorfendastúkunni. …
Jessica Chastain og fjölskylda voru ekki einu stjörnurnar í áhorfendastúkunni. Fyrir aftan þau sátu ástralski leikstjórinn Baz Luhrman og Anna Wintour ritstjóri Vogue. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda