Bandaríski sundkappinn Ryan Murphy vann bronsið í 100 metra baksundi karla á Ólympíuleikunum í París á mánudag.
Murphy, sem á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Bridget Konttinen, rak augun í skemmtilegt skilti er hann stóð á verðlaunapallinum ásamt kínverska sundkappanum Xi Jiayu og ítalska sundkappanum Thomas Ceccon.
Á skiltinu, sem ólétt eiginkona hans hélt uppi í áhorfendastúkunni, voru heldur betur óvænt og glaðleg skilaboð, en Konttinen nýtti tækifærið og tilkynnti eiginmanni sínum að þau ættu von á stúlkubarni.
Bros Murphy varð enn breiðara þegar hann las skilaboð eiginkonu sinnar og viðurkenndi hann í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna að þetta hafi margfaldað gleðina og sigurvímuna.