Margverðlaunaður sundkappi rak augun í skemmtilegt skilti

Eiginkona Ryan Murphy tilkynnti sundkappanum gleðitíðindin þegar hann stóð á …
Eiginkona Ryan Murphy tilkynnti sundkappanum gleðitíðindin þegar hann stóð á verðlaunapallinum. Samsett mynd

Banda­ríski sund­kapp­inn Ryan Murp­hy vann bronsið í 100 metra baksundi karla á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís á mánu­dag.

Murp­hy, sem á von á sínu fyrsta barni með eig­in­konu sinni, Bridget Kontt­in­en, rak aug­un í skemmti­legt skilti er hann stóð á verðlaunap­all­in­um ásamt kín­verska sund­kapp­an­um Xi Jiayu og ít­alska sund­kapp­an­um Thom­as Ceccon. 

Á skilt­inu, sem ólétt eig­in­kona hans hélt uppi í áhorf­enda­stúk­unni, voru held­ur bet­ur óvænt og glaðleg skila­boð, en Kontt­in­en nýtti tæki­færið og til­kynnti eig­in­manni sín­um að þau ættu von á stúlku­barni. 

Bros Murp­hy varð enn breiðara þegar hann las skila­boð eig­in­konu sinn­ar og viður­kenndi hann í viðtali eft­ir verðlauna­af­hend­ing­una að þetta hafi marg­faldað gleðina og sig­ur­vím­una. 

Skilaboðin glöddu sundkappann.
Skila­boðin glöddu sund­kapp­ann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda