Líf og fjör var á Kátt barnahátíð

Margir kíkti á Víðistaðatún á laugardag og tóku þátt í …
Margir kíkti á Víðistaðatún á laugardag og tóku þátt í skemmtilegri dagskrá Kátt barnahátíðar. Samsett mynd

Mikið fjör var á Kátt barnahátíð sem fór fram á Víðistaðatúni síðastliðinn laugardag. Hátíðin, áður þekkt undir heitinu Kátt á Klambra, hafði legið í dvala frá árinu 2019.

Fjölmenni mætti á staðinn og skemmti sér saman en boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði og smiðjur fyrir börn.

Á meðal þess sem var í boði að kynna sér var föndurtjald, flugdrekasmiðja og „silent disco” eða „hljóðlaust diskótek“ á íslensku.

Tónlistarfólk á borð við Pál Óskar, Væb, Hugó og Raven sáu um að halda stuðinu gangandi fram eftir degi. 

Allir sungu með þegar Páll Óskar steig á svið.
Allir sungu með þegar Páll Óskar steig á svið. Ljósmynd/Aðsend
Börn og fullorðnir fylgdust spenntir með því sem var í …
Börn og fullorðnir fylgdust spenntir með því sem var í gangi. Ljósmynd/Aðsend
Almenn gleði og skemmtilegheit voru á svæðinu.
Almenn gleði og skemmtilegheit voru á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend
Ungur drengur kynnti sér DJ smiðju Kátt barnahátíðar.
Ungur drengur kynnti sér DJ smiðju Kátt barnahátíðar. Ljósmynd/Aðsend
Eins og sjá má var mikil stemning.
Eins og sjá má var mikil stemning. Ljósmynd/Aðsend
Börn fengu tækifæri á að kynnast afrískum dönsum. Danskennarinn Sandra …
Börn fengu tækifæri á að kynnast afrískum dönsum. Danskennarinn Sandra Sano Erlingsdóttir var í miklu stuði. Ljósmynd/Aðsend
Sönghópurinn Tónafljóð flutti skemmtilega lagasyrpu.
Sönghópurinn Tónafljóð flutti skemmtilega lagasyrpu. Ljósmynd/Aðsend
Gestir létu veðrið ekki á sig fá.
Gestir létu veðrið ekki á sig fá. Ljósmynd/Aðsend
Hljómsveitin VÆB tók lagið.
Hljómsveitin VÆB tók lagið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert