Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout og handboltakappinn Logi Geirsson eignuðust dóttur 25. júlí. Parið greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í dag.
„Prinsessan er mætt og á einu augabragði 25.07.2024 stækkaði allt í okkar lífi. Fjölskyldan, tilgangurinn, hjartað og ástin. Gætum ekki verið hamingjusamari. Fyrsti andardrátturinn þinn tók okkar í burtu og það var eins og tíminn stæði í stað. Yndisleg stund sem við geymum í hjörtum okkar alla tíð,“ skrifa þau í gærslu á samfélagsmiðlum.
Stúlkan litla er fyrsta barn foreldra sinna saman.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!