Inga Tinna og Logi Geirs keyptu gullvagn

Glæsileg fjölskylda.
Glæsileg fjölskylda. Samsett mynd

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout og Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, svífa um á bleiku skýi þessa dagana.

Parið, sem tók á móti stúlkubarni þann 25. júlí síðastliðinn, gaf heiminum örlitla innsýn inn í fyrstu dagana með dóttur þess á Instagram nú á dögunum. 

„Prins­ess­an er mætt og á einu auga­bragði 25.07.2024 stækkaði allt í okk­ar lífi. Fjöl­skyld­an, til­gang­ur­inn, hjartað og ást­in. Gæt­um ekki verið ham­ingju­sam­ari. Fyrsti and­ar­drátt­ur­inn þinn tók okk­ar í burtu og það var eins og tím­inn stæði í stað. Ynd­is­leg stund sem við geym­um í hjört­um okk­ar alla tíð,“ skrifuðu þau í sameiginlegri fær­slu á sam­fé­lags­miðlinum. 

Sérstaka athygli vakti mynd af gylltum glæsivagni, sem er af tegundinni Dolce Gold. Vagninn kostar 1.399 evrur eða því sem samsvarar 211.000 krónum og er því greinilegt að stúlkan muni ferðast með stæl um götur borgarinnar næstu mánuði. 

Vagninn er vel útbúinn að öllu leyti og mun svo sannarlega vekja athygli enda ekki á hverjum degi sem að gullvagn rúllar um borgarstræti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert