Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og hlaðvarpsstjarna, er orðinn afi.
Dóttir hans, Margrét Halla Hjálmarsdóttir, og sambýlismaður hennar, Jóhann Hrafn Sigurjónsson, eignuðuðst dóttur þann 12. ágúst síðastliðinn.
Hjálmar tilkynnti um fæðingu afastelpunnar í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag.
„Elsku besta Margrét dóttir mín og Jóhann kærastinn hennar eignuðust þessa fullkomnu stelpu í gær! Núna er ég orðinn afi og því ber að fagna,“ skrifar Hjálmar við fallega myndaseríu.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar Hjálmari hjartanlega til hamingju með nýja titilinn sem og nýbökuðu foreldrunum með frumburðinn.