Strandvarðarstjarna fékk nýjan titil

David Hasselhoff fór með hlutverk Mitch Buchanan í bandarísku þáttaröðinni …
David Hasselhoff fór með hlutverk Mitch Buchanan í bandarísku þáttaröðinni Baywatch. Skjáskot/IMDb

Leikarinn og tónlistarmaðurinn David Hasselhoff er orðinn afi. 

Eldri dóttir hans, Taylor Hasselhoff Fiore, eignaðist stúlkubarn þann 11. ágúst síðastliðinn ásamt eiginmanni sínum, Madison Fiore. 

Hasselhoff, 72 ára, greindi frá fæðingu stúlkunnar á samfélagsmiðlinum Instagram á miðvikudag og birti mynd af sér með fyrsta afabarnið í fanginu. 

„Grátandi afi. Hún er fullkomin, vá. Ég er gæfuríkur maður,“ skrifaði strandvörðurinn við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda