Undirbúa Georg prins undir að taka við krúnunni

Að sjást vera oftar í aðstæðum þar sem fjölmiðlar eru …
Að sjást vera oftar í aðstæðum þar sem fjölmiðlar eru er hluti af undirbúningi Georgs prins fyrir því stóra framtíðarstarfi sem bíður hans. AFP/Adrian Dennis

Líkur eru á því að einn daginn muni Georg prins verða konungur Englands. Þó svo hann sé aðeins ellefu ára gamall þá eru foreldrar hans, Katrín prinsessa og Vilhjálmur prins, byrjuð að undirbúa hann undir að taka við krúnunni í framtíðinni. 

„Hjónin eru smám saman að kynna hann fyrir konunglegum málefnum en þau vilja alls ekki ofgera honum,“ segir rithöfundurinn Robert Jobson sem hefur nýlega gefið út bókina Cathrine, the Princess of Whales.

Hefur fengið stærra hlutverk innan konungsfjölskyldunnar

Jobson bætir því við að Georg hafi fengið þegar stærra hlutverk í konungsfjölskyldunni, en hann hefur undanfarið verið með í myndsímtölum og viðburðum þar sem fjölmiðlar eru viðstaddir. Hann segir prinsinn þannig fá tilfinningu fyrir því hvernig hans konunglega starf muni vera í framtíðinni. 

„Ég held að það hafi verið afar mikilvægt fyrir Georg að vera viðstaddur krýningu Karls Bretakonungs. Það hjálpaði honum að skilja utanumhaldið og hvað er ætlast til af honum,“ segir Jobson. 

Vill að Georg njóti þess að vera barn

Rithöfundinn grunar að Vilhjálmur horfi til eigin æsku þegar kemur að því að ala Georg upp vitandi að hann sé númer tvö í röðinni sem arftaki bresku krúnunnar. Hann segir það mikilvægt að Georg hafi í það minnsta hugmynd um hvað sé ætlast til af honum frá unga aldri svo að konunglega hlutverkið verði honum ekki ofviða. 

Einnig er ljóst að Vilhjálmur vilji að Georg njóti þess að fá að vera barn og gera það sem honum finnst skemmtilegt. Til að nefna er hann mikill aðdáandi enska fótboltaliðsins Aston Villa og elskar að horfa á fótboltaleiki. 

„Það er Vilhjálmi þó mjög mikilvægt að Georg fái að njóta þess sem hann hefur gaman af og ekki bara vegna þess að hann er prins,“ segir Jobson 

Us Weekly

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda