Er barnið þitt að byrja hjá dagmömmu eða í leikskóla?

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, gefur góð ráð.
Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, gefur góð ráð. Ljósmynd/Pexels/Tatiana Syrikova

Haf­dís Guðna­dótt­ir, ljós­móðir og svefn­ráðgjafi barna, birti á dög­un­um fróðlega færslu á In­sta­gram þar sem hún deildi góðum ráðum fyrir foreldra barna sem eru að byrja hjá dagmömmu eða í leikskóla í haust. 

Í færslunni, sem birtist á Instagram-reikningnum Sofa.Borða.Elska, segir Hafdís frá því að margir foreldrar hafi áhyggjur af því hvernig barnið muni sofa þegar það fer til dagmömmu eða á leikskóla, eða hvernig þessar breytingar munu hafa áhrif á svefninn almennt.

„Er barnið þitt að byrja hjá dagmömmu eða í leikskóla? Eruð þið komin í góða svefnrútínu og hefur þú áhyggjur af því hvort þessar breytingar muni hafa áhrif á svefn barnsins?

Hér eru nokkur atriði um hvernig þú getur stutt barnið þitt í að sofa sem best hjá dagmömmunni eða á leikskólanum:

  • Byrjaðu á því að skoða svefnumhverfið, er gott myrkur, er notað white noise og er hitastig og umbúnaður barnsins viðeigandi?
  • Næst er gott að skoða dagskipulagið, hvort öll börn fari að sofa á sama tíma eða hvort tekið sé mið af þörfum hvers og eins. Er hægt að koma til móts við rútínu barnsins þíns að einhverju leyti?
  • Er barninu gefið tækifæri til þess að sofna aftur ef það vaknar eftir stuttan lúr eða er það tekið strax fram, þrátt fyrir að það liggi hljóðlátt í rúminu?
  • Eru þau tilbúin að vekja barnið eftir ákveðin tíma til þess að styðja við þá rútínu sem hentar barninu vel?

Það er ekki nauðsynlegt að dagskipulagið sé nákvæmlega það sama heima og í daggæslunni. Þið getið haldið ykkur við ykkar rútínu heima við. Gefðu barninu að minnsta kosti 3 vikna aðlögunartíma þegar kemur að svefninum eftir að það byrjar í daggæslu og ekki hafa of miklar væntingar í byrjun. Gangi ykkur vel!“ skrifaði hún í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert