Heiðdís og Hjálmtýr eignuðust stúlku

Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel.
Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel. Ljósmynd/Aðsend

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir og kærasti hennar, Hjálmtýr Alfreðsson sálfræðingur og handknattleiksmaður, eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 14. ágúst síðastliðinn. 

Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau fallega myndaröð af fæðingardeildinni. 

„Þann 14.08.24 upplifðum við fallegustu stund lífs okkar þegar litla fullkomna dúllan okkar kom í heiminn,“ skrifuðu þau við myndirnar. 

Bæði á kafi í íþróttum

Heiðdís spilaði fyrst fótbolta með Selfossi og síðar með Breiðablik frá árinu 2017 til 2022, en þá skrifaði hún undir samning við svissneska knattspyrnuliðið Basel og flutti út í lok janúar 2023 og spilaði með liðinu í eitt ár. 

Hjálmtýr hefur spilað handbolta með meistaraflokki Stjörnunnar frá árinu 2011, en hann er sálfræðingur að mennt og setti nýverið á laggirnar fyrirtækið Hugrænn styrkur ásamt félaga sínum, knattspyrnumanninum og sálfræðinginum Viktori Erni Margeirssyni, þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð sem er sérsniðin að íþróttafólki. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert