„Og svo varð maður alltíeinu afi“

Jói Fel og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttir.
Jói Fel og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bakarinn Jóhann Felixson, eða Jói Fel eins og hann er jafnan kallaður, er orðinn afi. Dóttir Jóa Fel, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, og sambýlismaður hennar Ásgeir Kári Ásgeirsson, eignuðust dóttur þann 17. ágúst síðastliðinn. 

Jói Fel tilkynnti gleðifregnirnar í færslu á Instagram þar sem hann birti fallega mynd af sér með barnabarninu. „AFI. Og svo varð maður alltíeinu afi. Þvílík gleði og ást að fá að halda á afa stelpunni minni. Fædd 17. ágúst,“ skrifaði hann í færslunni. 

Nýtrúlofaður og orðinn afi

Jói Fel sagði frá því að hann væri að verða afi í febrúar síðastliðnum, en þá skrifaði hann: „Þá er stærsta kak­an sem ég er bú­inn að bíða lengi eft­ir kom­in í ofn­inn. Haldiði ekki að ég sé að verða afi fljót­lega Elsku besta Re­bekka mín og Kári minn.“

Það hefur verið nóg um að vera hjá bakaranum að undanförnu, en í síðustu viku bað hann kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur, á Miami-ströndinni í Flórída í Bandaríkjunum, og hún sagði já!

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert