Sophia Grace Brownlee, tónlistarkona og fyrrverandi The Ellen DeGeneres Show-stjarna, á von á sínu öðru barni aðeins 21 árs gömul. Hún tilkynnti um óléttuna á Youtube á dögunum.
Í myndbandinu frumsýndi Brownlee stækkandi óléttukúlu sína.
„Eins og titill myndbandsins segir til um þá á ég von á mínu öðru barni,” útskýrir Brownlee. „Ég er búin að fara í tvær sónarskoðunar og hefur allt komið vel út í bæði skiptin. Ég er mjög spennt.”
Brownlee eignaðist sitt fyrsta barn, soninn River, á síðasta ári og hlakkar mikið til að gefa honum lítið systkini.
„Ég vildi alltaf eiga systkini sem var nálægt mér í aldri en fékk því miður aldrei að upplifa það. Ég hlakka til að gefa River þá upplifun.“