Annie Mist opnar sig um brjóstagjöfina

Annie Mist Þórisdóttir varð tveggja barna móðir í maí síðastliðnum.
Annie Mist Þórisdóttir varð tveggja barna móðir í maí síðastliðnum. Samsett mynd

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir hefur rætt um meðgöngu og fæðingu barnanna sinna tveggja á opinskáan máta á samfélagsmiðlum, en einnig um líkamsímynd á og eftir meðgöngu. Í gær birti hún einlæga færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún opnaði sig um brjóstagjöfina. 

Annie Mist á tvö börn, þau Freyju og Atlas, með sambýlismanni sínum Frederik Aegidius. 

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað gefið Atlas brjóst – alveg eins og ég gerði með Freyju. Það er svooo erfitt þegar börn eru viðkvæm í maganum, þú kennir sjálfum þér strax um – „hvað ef það er eitthvað sem ég var að borða sem veldur þessu“. Með Freyju átti ég í erfiðleikum með að borða nokkurn mat í næstum viku – sama hvað ég borðaði þá fór það illa í magann á henni. Atlas er minna næmur á matinn sem ég borða en ég tók út mjólkurvörur sem hefur án efa haft áhrif á hann og hegðun hans. Ég er svo ánægð með að það hafi gert magann á honum betri.

Á sama tíma þurfti ég að finna nýjar leiðir til að fá inn prótein, sem betur fer höfum við fullt af vegan valkostum, en það er erfiðara að fá sama magn af próteini þegar maður er ekki að fá sér Skyr og mysuprótein eftir æfingu. Annað, VÁ!, það eru mjólkurvörur í svo mörgum vörum. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið af eggjum í mataræði mínu undanfarið. Ég þurfti að leggja mig fram um að fá nóg af próteini fyrir mig og strákinn minn,“ skrifar hún í færslunni og bætir við að hún hafi ákveðið að drekka ekki sódavatn en Frederik hafi hlegið af henni fyrir að halda að það gæti valdið gasi í maganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert