Fékk reikning upp á sjö milljónir eftir fæðingu á spítala

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Unsplash/Wesley Tingey

Ung móðir í Bandaríkjunum fékk á dögunum reikning frá spítalanum þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún var vægast sagt í áfalli yfir upphæðinni og deildi sundurliðun á upphæðinni með fylgjendum sínum á TikTok. 

„Áður en ég eignaðist barn var ég alltaf að velta því fyrir mér hvað það kostaði að eignast barn hér í Bandaríkjunum,“ segir hún í myndbandinu og bætir við að hún sé með nokkuð góða sjúkratryggingu sem er ekki inni í reikningnum.

Í sundurliðuninni má sjá verðmiða á hlutum á borð við lyf, læknaáhöld, rannsóknarvinnu, blóðmeinafræði, svæfingu og fleira. Dýrust var fæðingarstofan, en hún kostaði 20.395 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 2,8 milljónum króna. Þá borgaði nýbakaða móðirin 17.760 bandaríkjadali fyrir herbergið sem hún gisti í eftir fæðinguna, eða rúmlega 2,4 milljónir króna. 

Reikningur upp á meira en sjö milljónir

Í heildina var reikningurinn upp á heila 51.383 bandaríkjadali, eða rúmlega sjö milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þá bendir móðirin á að fæðingin hafi gengið áfallalaust fyrir sig, en hún hafi hvorki átt náttúrulega fæðingu með engum vandamálum né fylgikvillum.

Myndbandið hefur hlotið gríðarlega athygli á TikTok þar sem margir eru í áfalli yfir upphæðinni. Sumir veltu því fyrir sér hvernig Bandaríkin væru barnlaus á meðan aðrir sögðu að herbergin á spítalanum hlytu að vera með heitum nuddpotti og kampavíni miðað við verðið. 

@confessionsofagenzmama This was my hospital bill for giving birth in the US…….. No complications v****** birth. And before you ask, yes I requested the itemized bill #hospitalbill #hospitalbirth #babytok #momtok #firsttimemom #pregnancy #postpartum #baby #expensive #luxury ♬ original sound - GenZMama
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert