Hvaða hundategund hentar þínu stjörnumerki best?

Áhugaverður listi!
Áhugaverður listi! Samsett mynd

Það getur verið snúið að finna réttu hundategundina sem hentar lífsstíl eigandans og passar inn á heimilið. En hefur þú pælt í því hvaða hundategund hentar þínu stjörnumerki?

Ákveðin persónueinkenni virðast vera bundin við stjörnumerki hvers og eins. Þá eru einnig viss persónueinkenni sem fylgja mismunandi hundategundum og því fróðlegt að sjá hvaða hundategundir passa best við hvaða stjörnumerki. 

Hrútur – þýskur fjárhundur

Fólk í hrútsmerkinu á ýmislegt sameiginlegt með þýska fjárhundinum sem er þekktur fyrir að vera gáfaður með einbeittan persónuleika. Þýskir fjárhundar eru líka vingjarnlegir og tryggir, en auk þess duglegir að aðstoða við ýmis verkefni. Þeir vita alltaf hvað þeir vilja og finna leið til þess að fá það.

Ljósmynd/Unsplash/Gustavo Zambelli

Naut - Basset Hound

Hundar af tegundinni Basset Hound eru rólegir og afslappaðir. Fyrir utan það að taka langa lúra þá forðast þeir streitu með því að taka því rólega og eru stundum svolítið þrjóskir. Hins vegar eru þeir líka mjög tryggir og eiga auðvelt með að heilla fólk upp úr skónum, jafnvel þrátt fyrir að vera ekkert alltof ástúðlegir.

Ljósmynd/Unsplash/Getty

Tvíburi - Russel Terrier

Fólk í tvíburamerkinu eru með léttan og skemmtilegan persónuleika og elska að eiga í samskiptum við aðra. Þessi hressi og forvitni persónuleiki þeirra svipar til hegðunar Russel Terrier, en þeir eru mjög sjálfstæðir, hressir, vingjarnlegir og öruggir með sjálfan sig.

Ljósmynd/Unsplash/Juli Kosolapova

Krabbi - Border Collie

Það fyrsta sem kemur upp í hugann um Border Collie-hunda eru þetta ljúfa, glaða og vingjarnlega andlit sem þeir eru með. Rétt eins og fólk í krabbamerkinu þá eru hundar af þessari tegund með mikla samkennd og geta skynjað tilfinningar eiganda síns auðveldlega, sýnt innsæi þeirra og ástúðlegu hliðina þegar þess er þörf.

Ljósmynd/Pexels/Elina Volkova

Ljón - Golden Retriever

Hundar af tegundinni Golden Retriever eru þekktir fyrir vingjarnlegan persónuleika, en það sama á við um fólk í ljónsmerkinu. Þá eiga þeir það einnig sameiginlegt að gefa frá sér sjálfstraust og vera náttúrulegir leiðtogar.

Ljósmynd/Unsplash/Frederick Shaw

Meyja - Minature Púðla

Púðluhundar eru þekktir fyrir að vera ótrúlega klárir og glæsilegir. Þeir hika ekki við að koma kvörtunum sínum á framfæri og fá alltaf sínu framgengt. Á sama máta er fólk í meyjarmerkinu ákveðið og þekkt fyrir að ná alltaf markmiðum sínum.

Ljósmynd/Pexels/Filipe Araujo

Vog - Havanese

Havanese-hundar eru heillandi og eiga auðvelt með að smita bros og gleði út frá sér. Þeir eru þekktir fyrir ástúðlegan og skemmtilegan persónuleika, eru alltaf að leika sér og eiga auðvelt með að eignast vini. Rétt eins og fólk í vogarmerkinu skilja Havanese-hundar hvers vegna það er mikilvægt að eignast nýja vini og tengjast öðrum.

Ljósmynd/Pexels/Denniz Futalan

Sporðdreki - Basenji

Þessir dularfullu hundar henta vel fyrir fólk í hinu dularfulla sporðdrekamerki. Basenji-hundar eru mjög sjálfstæðir og hlédrægir, rétt eins og fólk í sporðdrekamerkinu. Tegundin er líka tignarleg, fálát og geltir varla.

Ljósmynd/Unsplash/Edvinas Bruzas

Bogamaður - Husky

Fólk í merki bogamannsins og hundar af tegundinni Husky eiga það sameiginlegt að vera mjög ævintýragjarnir og fróðleiksfúsir. Husky eru orkumiklir og glaðlegir hundar sem henta bogamanninum vel, enda þekktir fyrir að vera sjarmerandi og elska að prófa nýja hluti.

Ljósmynd/Unsplash/Matt Bango

Steingeit - Bernese Mountain Dog

Fólk í merki steingeitarinnar er þekkt fyrir að vera vinnusamt, sterkt, yfirvegað og einbeitt, sérstaklega þegar kemur að markmiðum. Það sama má segja um hunda af tegundinni Bernese Mountain Dog, en þeir eiga auðvelt með að vera í samskiptum við alla og aðlaga sig auðveldlega að mismunandi umhverfi sem sýnir glæsileika þeirra og æðruleysi.

Ljósmynd/Unsplash/Laura Cosgrove

Vatnsberi - Shiba Inu

Sjálfstæði og uppreisnarandi fólks í vatnsberamerkinu passar fullkomlega við tegundina Shiba Inu, en þeir hundar eru þekktir fyrir að vera klárir og svolítið þrjóskir. Þeir eru alltaf komnir skrefi lengra en aðrir og eru afar traustir og hliðhollir eiganda sínum.

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro studio

Fiskur - Cavalier King Charles Spaniel

Hundar af tegundinni Cavalier King Charles Spaniel eru næmir með mikla samkennd, rétt eins og fólk í fiskamerkinu. Þessi hundategund skilur eiganda sinn og á auðvelt með að aðlagast lífsstíl hans, hvort sem hann inniheldur langa göngutúra eða notalega lúra.

Ljósmynd/Unsplash/T.R. Photography

Hola!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert