Prakkarinn Denni Dæmalausi fagnar fimmtugsafmæli sínu á mánudaginn kemur. Teiknari Denna, Henry "Hank" Ketcham, segir lítð hafa breyst á þessum 50 árum nema leikföng Denna. Teiknimyndasögurnar um þennan fimm ára snáða eru nú birtar í eittþúsund dagblöðum víða um heim, í 48 löndum og á 19 tungumálum. Einnig hafa verið gerðar um hann kvikmyndir og teiknimydir sem sýndar hafa verið um allan heim.