Friðsamur byltingarmaður


mbl.is

Jap­anski rit­höf­und­ur­inn Har­uki Murakami er í mikl­um met­um meðal bóka­vina í heimalandi sínu, en ekki er hann eins hátt skrifaður hjá þarlend­um bók­mennta­fræðing­um og gagn­rýn­end­um. Murakami er í hópi jap­anskra rit­höf­unda sem glíma við fortíðina í jap­anskri menn­ingu, eru að bylta viðtekn­um hefðum í sagna­rit­un og bók­máli og fyr­ir vikið hef­ur hann fengið kald­ar kveðjur bók­menntapáfa þótt bæk­ur hans hafi selst met­sölu. Murakami er einnig vin­sæll utan heima­lands­ins og þannig hafa menn beðið nýj­ustu skáld­sögu hans, Sputnik Sweet­heart, með mik­illi eft­ir­vænt­ingu, en sú kom út á ensku fyr­ir stuttu.

Har­uki Murakami fædd­ist í Ashiya skammt frá Kobe 1949, en ólst upp í Kobe. For­eldr­ar hans kenndu jap­ansk­ar bók­mennt­ir og héldu þeim að dreng sem var frek­ar gef­inn fyr­ir glæpa­sög­ur og vís­inda­skáld­sög­ur á ensku, sem hann hef­ur sagt sumpart hafa verið upp­reisn hans gegn föður sín­um. Þar sem Kobe er hafn­ar­borg átti hann auðvelt með að kom­ast yfir skáld­sög­ur á ensku, en einnig voru vest­ræn áhrif þar sterk­ari en víða í Jap­an vegna fjölda far­manna sem leið áttu um borg­ina.

Að sögn Murakam­is hélt hann helst upp á Ross Macdon­ald, Dashiell Hammett, Ray Bra­dbury, Robert Sil­ver­berg, Phil­ip K. Dick og Raymond Chandler, sem hann seg­ir hafa verið best­an þeirra, enda hef­ur hann að sögn lesið The Long Good­bye tólf sinn­um. Í mörg­um bóka sinna leik­ur Murakami sér ein­mitt með sam­lík­ing­ar eins og Chandler, sjá til að mynda Har­d­boi­led Wond­erland and the End of the World og A Wild Sheep Chase.

Langaði að skrifa kvik­mynda­hand­rit

Um það leyti sem Murakamu lauk námi gift­ist hann og fór að vinna með skól­an­um Frá 1974 og fram á ní­unda ára­tug­inn vann Murakami á djassklúbb í Tókýó, saxaði lauk, renndi í glös og sá um rekst­ur­inn. Hann seg­ir að á þeim tíma, þegar hann þurfti að streða til að hafa í sig og á hafi hann lært það sem skipti máli fyr­ir hann sem rit­höf­und­ur og í raun lært það um lífið sem hafi gagn­ast hon­um best.

Djass kem­ur oft við sögu í bók­um Murakam­is, hetj­urn­ar hlusta á djass eða djass er notaður til að gefa stemmn­ingu og áhrif, eins og Bob Cooper er notaður til að und­ir­strika kulda­leg­an ein­mana­leika í South of the Bor­der, West of the Sun, sem seg­ir ein­mitt frá manni sem rek­ur djass­búllu, en það kem­ur sér vel að þekkja til í djass sjötta og sjö­unda ára­tug­ar­ins, ekki síður en banda­rískra bók­mennta þegar Murakami er les­inn; víða fel­ur hann vís­an­ir og lykla.

Í A Wild Sheep Chase, sem var einnig gríðarlega vin­sæl í Jap­an, virðist Murakami enn vera að leika sér með hug­mynd­ir, því eins og fram kem­ur í bók­inni eru kind­ur fram­andi í Jap­an, fyrstu kind­urn­ar komu til lands­ins á um miðja nítj­ándu öld­ina, og voru liður í því að nú­tíma­væða jap­ansk­an land­búnað. Fyr­ir vikið velt­ir les­andi því fyr­ir sér hvort ekki sé fal­in dæmi­saga inn­an um æv­in­týra­sög­una þó Murakami hafi látið þau orð falla að kind­urn­ar séu bók­mennta­leg­ur hræv­ar­eld­ur, lyk­ill sem geng­ur ekki að neinu.

Af­drifa­rík­ur hafna­bolta­leik­ur

Rottuþríleik­ur­inn

A Wild Sheep Chase vakti veru­lega at­hygli á Murakami á Vest­ur­lönd­um, en að sögn hans bygg­ist hún að nokkru á The Long Good­bye Raymonds Chandlers og sum­ir gagn­rýn­end­ur hafa gert því skóna að Norweg­i­an Wood, bók­in sem gerði Murakami að stjörnu í Jap­an, sé byggð að ein­hverju leyti á The Great Gats­by. Þess má geta að sum­ir gagn­rýn­end­ur kölluðu A Wild Sheep Chase The Big Sheep, sem vís­ar vit­an­lega beint í Chandler.

Leik­ur að hug­mynd­um

Bók­in sem gerði Har­uki Murakkami síðan að stjörnu var Nor­veg­i­an Wood, sem dreg­ur nafn sitt af slag­ara Bítl­anna, en sú bók, sem gef­in var út í tveim­ur bind­um, seld­ist í tveim­ur millj­ón­um ein­taka hvort bindi. Reynd­ar er hún ekki ýkja löng, en að því Murakami seg­ir sjálf­ur frá kjósa Jap­an­ir að hafa bæk­ur litl­ar því ekki er hægt að lesa stór­ar bæk­ur í þrengsl­un­um í lest­um á leið í og úr vinnu.

Nor­veg­i­an Wood var gef­in út á ensku í Jap­an í kennslu­bókaröð Kod­ansha-út­gáf­unn­ar 1989, en kom ekki út á Vest­ur­lönd­um fyrr en á síðasta ári. Hear the Wind Sing, hef­ur einnig verið gef­in út á ensku í Jap­an, kom út 1987, og Pin­ball, 1973, sömu­leiðis, kom út 1985. Þeir sem vilja lesa Rottuþríleik­inn þurfa því að láta kaupa þær fyr­ir sig í Jap­an.

Gagn­rýnd­ur í Jap­an

Upp­haf­lega lagðist Murakami gegn því að bæk­ur hans yrðu þýdd­ar á ensku, enda sagði hann að þýðing myndi spilla þeirri "jap-ensku" sem hann notaði og væri svo snar þátt­ur í um­búnaði bók­anna. Hvað sem því líður hef­ur stíll hans fallið Vest­ur­landa­bú­um vel í geð og bæk­ur hans náð mikl­um vin­sæld­um.

Eng­inn upp­reisn­ar­maður

Sem tán­ing­ur ætlaði ég að skrifa bæk­ur á ensku, enda taldi ég að mér myndi reyn­ast auðveld­ara að tjá til­finn­ing­ar mín­ar á ensku, en ég hafði ein­fald­lega ekki nógu gott vald á tung­unni til að geta það. Á sama tíma gat ég ekki komið mér að því að skrifa á japönsku og það tók mig mörg ár að búa til nýja japönsku sem hentaði fyr­ir þær sög­ur sem ég vildi segja."

Ekki er hér rúm til að rekja frek­ar sögu Har­ukis Murakam­is, en má nefna að bæk­ur hans sem komið hafa út á Vest­ur­lönd­um eru Nor­veg­i­an Wood, A Wild Sheep Chase, Hard-Boi­led Wond­erland and the End of the World, Dance, Dance, Dance, South of the Bor­der, West of the Sun, The Wind-Up Bird Chronicle, smá­sagna­safnið The Elephant Van­is­hes og viðtals­bók­in Und­erground.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir