Opinn djass og lagrænn

Sunna flytur samtímadjass
Sunna flytur samtímadjass mbl.is/Arnaldur

Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs heldur tónleika í kvöld á Múlanum, Húsi málarans, sem hefjast kl. 21. Á morgun verður hún síðan mætt í Deigluna á Akureyri kl. 21.30 og leikur á fyrsta heita fimmtudegi Listasumarsins þar í bæ, og opnar um leið djassdagskrána.

Sunna hefur með sér valda menn. Eiginmanninn og trommarann Scott McLemore og bassaleikarann lipra Gunnar Hrafnsson, en Sigurður Flosason leikur einnig með þeim á saxófón á Múlatónleikunum.

Frekar samtímadjass en nútímadjass

Á Íslandi ætlar hún að leika tvö lög af seinni disknum sínum. "Síðan leikum við nýtt efni sem er í stíl við þann disk. Við flytjum eitt lag eftir Scott, eitt íslenskt og einhverja standarda líka," segir Sunna.

"Tónlist mín er mjög opinn djass og lagrænn. Mér finnst hann höfða til víðs hóps, ekki bara djassgeggjara. Við erum að fá mjög góð viðbrögð úr öllum áttum. Hún er kannski ekki nútímadjass, því það er ekki beint nein tilraunastarfsemi í gangi, en samt samtímadjass með mjög evrópsku yfirbragði."

Sunna nefnir Svíana Bobo Stenson píanista og bassaleikarnn Anders Jormin sem áhrifavalda, auk bandaríska píanistans Keith Jarrett.

"Hann var með evrópskan kvartett á áttunda áratugnum. Sumum finnst diskurinn minn Mindful minna pínulítið á þá tónlist, hún sé í ætt við hana þótt ég sé ekki að apa upp eftir honum."

Íslensk ljóð og þjóðlög

"Við héldum tónleika í desember sl. hér á landi, lékum þrjú þessara laga, og Kristjana Stefánsdóttir söng þau með miklum glæsibrag," segir Sunna sem veit ekki alveg hvenær von er á disknum, en hún situr reyndar líka á upptökum á íslenskum þjóðlögum. "Ég hef haft mikið að gera, en ég stefni á disk sem fyrst. Sem tónlistarmaður verð ég að taka lögin upp, annars eru þau alltaf með mér," útskýrir Sunna sem ætlar að koma frá sér mörgun góðum lögum í kvöld og annað kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir