Kvöddu klakann sáttir

Coldplay-liðar ásamt Höskuldi Höskuldssyni frá Skífunni, stoltir með gullplötu í …
Coldplay-liðar ásamt Höskuldi Höskuldssyni frá Skífunni, stoltir með gullplötu í hendi. mbl.is/Palli Sveins

Tón­leik­ar bresku hljóm­sveit­ar­inn­ar Coldplay hér á landi voru afar vel heppnaðir. Haft er eft­ir liðsmönn­um sjálf­um að öðrum eins mót­tök­um hafi þeir ekki kynnst áður. Mest voru um 4.500 manns í Höll­inni og myndaðist allsér­stæð af­slöppuð og ró­leg miðviku­dags­stemmn­ing. Hljóm­sveit­in notaði tæki­færið og lék slatta af nýj­um lög­um fyr­ir aðdá­end­ur sína og ekki var annað að heyra en að þau legðust vel í land­ann. Einnig leitaði sveit­in í laga­smiðju annarra og lék sitt­hvort lagið eft­ir Bob Dyl­an og Hank Williams. Áhorf­end­ur dilluðu sér með tón­un­um og sungu há­stöf­um með þeim lög­um sem þeir kunnu.

Liðsmenn nýttu tíma sinn hér á landi sér­stak­lega vel, virtu Gull­foss og Geysi fyr­ir sér í rign­ing­unni, brögðuðu hum­ar á Stokks­eyri og Chris söngv­ari skellti sér meira að segja á brimbretti við strend­ur Þor­láks­hafn­ar. Þeir sáu vel til þess að þeir yf­ir­gæfu ekki landið fyrr en þeir væru bún­ir að anda að sér landi og þjóð. Nokkr­um mín­út­um áður en þeir lögðu af stað á Kefla­vík­ur­flug­völl í gær var svo liðsmönn­um af­hent gullplata fyr­ir sölu hér á landi á fyrstu breiðskífu þeirra, Parachutes. Slík­ir grip­ir eru af­hent­ir þegar yfir 5.000 ein­tök hafa verið seld, en plata þeirra hef­ur nú þegar selst í yfir sex þúsund stykkj­um.

Liðsmenn héldu því heim, glaðir í bragði, reynsl­unni rík­ari en þó hálf­vankaðir eft­ir þá gleði sem fram fór á Hverf­is­barn­um strax eft­ir tón­leik­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Hafðu dómgreindina til hlíðsjónar, þannig verður þú góður leiðtogi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Hafðu dómgreindina til hlíðsjónar, þannig verður þú góður leiðtogi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar