Kvöddu klakann sáttir

Coldplay-liðar ásamt Höskuldi Höskuldssyni frá Skífunni, stoltir með gullplötu í …
Coldplay-liðar ásamt Höskuldi Höskuldssyni frá Skífunni, stoltir með gullplötu í hendi. mbl.is/Palli Sveins

Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Coldplay hér á landi voru afar vel heppnaðir. Haft er eftir liðsmönnum sjálfum að öðrum eins móttökum hafi þeir ekki kynnst áður. Mest voru um 4.500 manns í Höllinni og myndaðist allsérstæð afslöppuð og róleg miðvikudagsstemmning. Hljómsveitin notaði tækifærið og lék slatta af nýjum lögum fyrir aðdáendur sína og ekki var annað að heyra en að þau legðust vel í landann. Einnig leitaði sveitin í lagasmiðju annarra og lék sitthvort lagið eftir Bob Dylan og Hank Williams. Áhorfendur dilluðu sér með tónunum og sungu hástöfum með þeim lögum sem þeir kunnu.

Liðsmenn nýttu tíma sinn hér á landi sérstaklega vel, virtu Gullfoss og Geysi fyrir sér í rigningunni, brögðuðu humar á Stokkseyri og Chris söngvari skellti sér meira að segja á brimbretti við strendur Þorlákshafnar. Þeir sáu vel til þess að þeir yfirgæfu ekki landið fyrr en þeir væru búnir að anda að sér landi og þjóð. Nokkrum mínútum áður en þeir lögðu af stað á Keflavíkurflugvöll í gær var svo liðsmönnum afhent gullplata fyrir sölu hér á landi á fyrstu breiðskífu þeirra, Parachutes. Slíkir gripir eru afhentir þegar yfir 5.000 eintök hafa verið seld, en plata þeirra hefur nú þegar selst í yfir sex þúsund stykkjum.

Liðsmenn héldu því heim, glaðir í bragði, reynslunni ríkari en þó hálfvankaðir eftir þá gleði sem fram fór á Hverfisbarnum strax eftir tónleikana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir