Aftansöngur í sjónvarpi

Björk spjallar við Letterman.
Björk spjallar við Letterman.

Björk Guðmundsdóttir var einn af gestum Davids Lettermans í þætti hans The Late Show With David Letterman á þriðjudagskvöldið var. Þátturinn er einn vinsælasti spjallþáttur Bandaríkjanna og margar stórstjörnurnar sem þar hafa komið fram. Flutti hún lag af nýjustu breiðskífu sinni, Vespertine, og spjallaði stuttlega við stjórnandann.

Aðalgestur þáttarins var leikarinn vinsæli úr sjónvarpsþáttunum Friends, David Schwimmer. Björk naut dyggs stuðnings tölvutónlistarmannanna Matmos, hörpuleikarans Zeenu Parkins og grænlensks stúlknakórs. Björk flutti lagið "Pagan Poetry" en að því loknu vippaði hún sér í sæti til hliðar við skrifborð hins sjarmerandi Lettermans. Örstutt spjall þeirra var á svofellda vegu:

Letterman: "Ungu stúlkurnar sem við sáum þarna eru frá Grænlandi, ekki satt?"

Björk: "Jamm."

L: "Þær voru íklæddar fötum frá heimalandi sínu, er það ekki?"

B: "Einmitt, þetta er þjóðbúningurinn þeirra."

L: "Mjög sætt, mjög indælt. Þakka þér kærlega fyrir komuna. (Við áhorfendur): Geisladiskurinn heitir Vespertine."

Þess má að lokum til gamans geta að íslensku síðrokksveitinni Sigur Rós var boðið að spila í sama þætti en hafnaði boðinu á þeim grundvelli að liðsmenn gætu ekki sætt sig við að þurfa að stytta lagið sem flytja átti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup