Vatn lífsins frumsýnt

Leikarar sameinast í söng í upphafi og undir lok sýningarinnar.
Leikarar sameinast í söng í upphafi og undir lok sýningarinnar. mbl.is/Golli

Nýtt ís­lenskt leik­rit, Vatn lífs­ins, eft­ir Benóný Ægis­son, var frum­sýnt á stóra sviði Þjóðleik­húss­ins á föstu­dags­kvöld.

Þetta er þriðja verk Benónýs sem sett er upp á svið at­vinnu­leik­húss en tvö hafa verið sett upp í Borg­ar­leik­hús­inu. Öll eiga verk­in sam­eig­in­legt að hafa unnið til verðlauna í leik­rita­sam­keppni en Vatn lífs­ins fékk 2. verðlaun í sam­keppni sem hald­in var í til­efni af hálfr­ar ald­ar af­mæli Þjóðleik­húss­ins.

Verkið ger­ist um þarsíðustu alda­mót og fylg­ir ung­um hug­sjóna­manni sem snýr heim til kaupstaðar­ins úr Vest­ur­heimi, upp­full­ur af fram­fara­hug­mynd­um - að hann tel­ur. Stefán Karl Stef­áns­son fer með hlut­verk Ill­uga en aðrir leik­ar­ar sem fara með stór hlut­verk eru Nanna Krist­ín Magnús­dótt­ir, Atli Rafn Sig­urðar­son, Anna Krist­ín Arn­gríms­dótt­ir og Mar­grét Guðmunds­dótt­ir en alls koma 22 leik­ar­ar fram í sýn­ing­unni. Leik­stjóri er Þór­hall­ur Sig­urðsson. Leik­mynd gerði Þór­unn Sig­ríður Þorgríms­dótt­ir, bún­inga Fil­ipp­ía I. Elís­dótt­ir, tónlist Vil­hjálm­ur Guðjóns­son og lýs­ing er í hönd­um Páls Ragn­ars­son­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er gott að vita hvert stefnt er og þú átt hrós skilið fyrir að hafa gefið þér tíma til þess að hugleiða þau mál. Eindagar kalla fram sköpunarkraft.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er gott að vita hvert stefnt er og þú átt hrós skilið fyrir að hafa gefið þér tíma til þess að hugleiða þau mál. Eindagar kalla fram sköpunarkraft.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf