Bjarni Bjarnason hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Þjóðmenningarhúsinu í dag fyrir skáldsöguna Mannætukonan og maður hennar, en verðlaunin voru afhent í fimmta sinn. Pétur Már Ólafsson, formaður dómnefndar og útgáfustjóri Vöku Helgafells, afhenti Bjarna verðlaunin, sem hlaut að launum 500 þúsund krónur, skrautritað verðlaunaskjal, verðlaunapening og fyrsta eintakið af bókinni, sem gefin var út í dag.