Bókabrenna var haldin í Alamogordo í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær eftir stólræðu séra Jack Brock, en hann hvatti til þess að bækur um galdrastrákinn Harry Potter yrðu brenndar þar sem þær væru Guði ekki þóknanlegar. Boðaði presturinn að hann myndi kveikja heilagan eld utan við kirkju sína til að brenna bækurnar. Ýmislegt fleira lenti á eldinu, svo sem plötur þungarokkhljómsveitarinnar AC/DC og verk enska leikskáldsins Williams Shakespeares.