Harry Potter-bækur brenndar í Nýju-Mexíkó

Bækur um Harry Potter, leikverk Shakespeares og annað sem ekki …
Bækur um Harry Potter, leikverk Shakespeares og annað sem ekki var talið Guði þóknanlegt, brenna í Alamogordo í Nýju Mexíkó. AP

Bókabrenna var haldin í Alamogordo í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær eftir stólræðu séra Jack Brock, en hann hvatti til þess að bækur um galdrastrákinn Harry Potter yrðu brenndar þar sem þær væru Guði ekki þóknanlegar. Boðaði presturinn að hann myndi kveikja heilagan eld utan við kirkju sína til að brenna bækurnar. Ýmislegt fleira lenti á eldinu, svo sem plötur þungarokkhljómsveitarinnar AC/DC og verk enska leikskáldsins Williams Shakespeares.

Hópur fólks stóð einnig fyrir mótmælum gegnt kirkjunni og hélt þar á hakakrossfánum skiltum með vísunum til Hitlers til að sýna vanþóknun sína á bókabrennu Brocks. Brock fullyrðir að bækurnar um Harry Potter hveti börn og unglinga til að fræðast um nornir og seiðkarla og slíkt sé hvorki honum né Guði þóknanlegt. „Bækurnar um Harry Potter munu leggja líf fjölda ungs fólks í rúst," sagði hann við Reutersfréttastofuna. Brock flutti prédikun á jóladag undir yfirskriftinni: Jesúbarnið eða Harry Potter. Hann sagði að bókabrennan væri tilraun til að hvetja kristið fólk til að fjarlægja af heimilum sínum allt sem truflaði það við að tengjast Guði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson