Félagi í Backstreet Boys handtekinn

Nick Carter úr bandarísku popphljómsveitinni Backstreet Boys var handtekinn fyrir …
Nick Carter úr bandarísku popphljómsveitinni Backstreet Boys var handtekinn fyrir að veita lögreglu mótþróa. Carter er yngstur strákanna í Backstreet Boys og annar í röðinni til að koma sér í vandræði á undanförnum mánuðum. AP

Nick Carter úr bandarísku popphljómsveitinni Backstreet Boys var handtekinn fyrir að veita lögreglu mótþróa eftir að slagsmál brutust út á næturklúbbi, sem hann var staddur á. Carter, sem er 21 árs, var handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Tampa á Flórída eftir að hann neitaði að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa skemmtistaðinn.

Carter var síðan sleppt eftir að hafa verið ákærður fyrir að sýna lögreglumanni mótþróa án ofbeldis. Popparinn var staddur á skemmtistaðnum Pop City í Tampa þegar lögregla kom á staðinn til að stöðva slagsmál en Carter býr þar nærri, að sögn fréttavefs Sky. Þegar lögregla var að störfum fór Carter að rífast við konu eina. Lögregla sagði Carter að yfirgefa staðinn oftar en tíu sinnum. Carter hunsaði lögregluna og var hann því handtekinn ásamt óeirðaseggjunum og keyrður niður á stöð í lögreglubíl. Joe Durkin, varðstjóri hjá lögreglunni í Tampa, sagði að Carter kæmi fyrir rétt 4. mars næstkomandi vegna málsins. Carter er yngstur strákanna í Backstreet Boys og annar í röðinni til að koma sér í vandræði á undanförnum mánuðum. AJ McLean fór í meðferð vegna drykkjuvandamála í júlí síðastliðið sumar og þurfi hljómsveitin að fresta hljómleikaferðalagi um Bandaríkin vegna þessa.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup