Astrid Lindgren er látin

Astrid Lindgren með Línu langsokk.

Astrid Lindgren með Línu langsokk.
mbl.is

Astrid Lindgren, rithöfundur, er látin, 94 ára gömul. Lindgren hefur verið einn ástsælasti barnabókahöfundur sögunnar og var m.a. útnefnd maður síðustu aldar í Svíþjóð. Hún lést á heimili sínu í Stokkhólmi, eftir því sem fram kemur í sænska blaðinu Aftonbladet. Alls skrifaði hún 88 barnabækur og þær seldust í yfir 80 milljónum eintaka um allan heim. Frægustu sögupersónur hennar voru Lína langsokkur og Emil í Kattholti.

Astrid Lindgren var fædd 14. nóvember 1907 í Näs, sem er rétt utan við Wimmerby í Svíþjóð. 17 ára gömul byrjaði hún að skrifa og þá sem blaðamaður hjá dagblaðinu Wimmerby. Fyrsta bók hennar kom út árið 1944 og bar heitið "Britt-Mari lättar sitt hjärta”. Sama ár skrifaði hún fyrstu bókina um Línu langsokk en bókin kom út árið 1947. Margar bækur Astrid Lindgren hafa verið kvikmyndaðar. Fyrsta kvikmyndin var gerð árið 1947 eftir bókinni Karl Blómkvist leynilögreglumaður.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir