Rappað til sigurs á Söngkeppni Samfés

Pétur Gunnarsson rappar til sigurs.
Pétur Gunnarsson rappar til sigurs.

Það urðu viss tímamót þegar sigurvegari í árlegri söngkeppni Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, sem fram fór í Laugardalshöll á laugardag, reyndist vera rappari. Pétur Gunnarsson fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs í Breiðholti kom sá og sigraði með taktföstum og öruggum flutningi á frumsömdu rapplagi þannig að ekki fór milli mála að í æðum drengsins rennur hreinræktað hiphop-blóð. Agla Friðjónsdóttir frá Setrinu í Hafnarfirði náði öðru sæti með flutningi á Alanis Morisette-laginu „Ironic“ og í þriðja sæti lenti Vigdís Ásgeirsdóttir sem söng fyrir Garðalund í Garðarbæ lag KK „When I Think of Angels“. Alls tóku þátt 48 keppendur frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum hvaðanæva af landinu. Að venju var Höllin þétt setin og stemmningin mikil og góð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir