Björk og Oasis aðalnúmerin á Coachella-hátíðinni

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Einar Falur

Björk, Oasis, Foo Fighters, Prodigy og Chemical Brothers eru meðal þeirra sem koma fram á bandarísku Coachella Valley-tónlistar- og listahátíðinni. Í frétt SonicNet Music segir ennfremur að Coachella-hátíðin muni verða haldin í bænum Indio í Kaliforníu. Meðal annarra tónlistarmanna á hátíðinni verða Queens of the Stone Age, Belle & Sebastian, Black Rebel Motorcycle Club, Mos Def, Ozomatli, Jurassic 5, Dilated Peoples, KRS-One, Basement Jaxx, Paul Oakenfold, Sasha & Digweed, Groove Armada, St. Germain og DJ Tiesto.

Hátíðin stendur í tvo daga, 27. og 28. apríl, og verður Björk aðalnúmerið fyrra kvöldið en Oasis hitt kvöldið. Þá verða aðrir hljómlistarmenn á fjórum öðrum sviðum. Fyrsta Coachella-hátíðin var haldin í október 1999, fáeinum vikum eftir að Woodstock '99 leystist upp í óeirðir. Á fyrstu hátíðinni komu m.a. fram Tool, Rage Against the Machine og Moby.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Láttu það bara eftir þér að brosa út í bæði, þú hefur ástæðu til þess.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Láttu það bara eftir þér að brosa út í bæði, þú hefur ástæðu til þess.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg