Björk, Oasis, Foo Fighters, Prodigy og Chemical Brothers eru meðal þeirra sem koma fram á bandarísku Coachella Valley-tónlistar- og listahátíðinni. Í frétt SonicNet Music segir ennfremur að Coachella-hátíðin muni verða haldin í bænum Indio í Kaliforníu. Meðal annarra tónlistarmanna á hátíðinni verða Queens of the Stone Age, Belle & Sebastian, Black Rebel Motorcycle Club, Mos Def, Ozomatli, Jurassic 5, Dilated Peoples, KRS-One, Basement Jaxx, Paul Oakenfold, Sasha & Digweed, Groove Armada, St. Germain og DJ Tiesto.