Myndband enska tónlistarmannsins Fatboy Slim við lagið "Weapon of Choice" hefur verið valið besta myndband allra tíma af fróðum mönnum í myndbanda- og tónlistariðnaðinum, að því er sjónvarpsstöðin VH1 greindi frá í dag. Sérfræðingunum þykir myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttir, "It´s Oh So Quiet", sjöunda besta myndband allra tíma.