Tónlist Tolkiens

Ævintýri Fróða og hringsins njóta mikilla vinsælda.
Ævintýri Fróða og hringsins njóta mikilla vinsælda.

Kvikmyndaútgáfa fyrsta hluta Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens á trúlega einhvers konar met í metum. Það er sama hvers konar lista verið er að taka til, alltaf virðast einhverjir hlutar myndarinnar eða hún í heild sinni eiga efstu sætin.

Classic FM útvarpsstöðin í Bretlandi stóð á dögunum fyrir viðamikilli könnun á því hver væri besta frumsamda kvikmyndatónlist sögunnar. Rúmlega 52 þúsund hlustendur völdu tónlistina við Föruneyti hringsins sem þá frambærilegustu. Skákaði hún mörgun af þekktustu kvikmyndaperlum sögunnar á borð við Dr. Zhivago, Á hverfanda hveli og ET, enda næsta víst að hún eigi öruggt sæti þeirra á meðal í framtíðinni.

Tónskáldið Howard Shore er maðurinn á bak við tónlist Föruneytis hringsins en hann vann til Óskarsverðlauna fyrir þetta verk sitt og á heiðurinn af tónverkum í myndum á borð við Lömbin þagna, Philadelpia og Panic Room.

Eftirfarandi er heildarlistinn:

1 Lord of the Rings - Howard Shore

2 Star Wars - John Williams

3 Schindler's List - John Williams

4 The Empire Strikes Back -

John Williams

5 Gladiator - Hans Zimmer

6 ET - John Williams

7 Out of Africa - John Barry

8 Lawrence of Arabia -

Maurice Jarre

9 Dances with Wolves - John Barry

10 Titanic - James Horner

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir