Logi lék með Ulm

*Logi Gunnarsson lék sína fyrstu leiki með Ulm í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik um helgina. Logi sem er nýstiginn upp úr meiðslum skoraði 12 stig í fyrri leiknum á laugardag þegar Ulm sigraði Freiburg, 69:67. Logi skoraði svo 15 stig þegar Ulm bar sigurorð af Nürnberg, 94:67, á sunnudag.

*HALLDÓR Sigfússon skoraði 2 mörk þegar lið hans Friesenheim vann HC Erlangen, 28:21, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik um síðustu helgi. Atli Hilmarsson þjálfar lið Friesenheim sem er um þessar mundir í 6. sæti deildarinnar með 6 stig að loknum 5 leikjum.

*ARNAR Geirsson, sonur Geirs Hallsteinssonar fyrrverandi landsliðsmanns í handknattleik, skoraði 6 mörk er Gelnhausen vann TVA Saarbrücken, 27:26, einnig í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar, um helgina. Júrí Sadvoski, fyrrverandi leikmaður Gróttu, skoraði 8 mörk í leiknum en hann leikur einnig með Gelnhausen eins og Arnar.

*PAUL Gascoigne hefur sótt um starf knattspyrnustjóra hjá enska 3. deildarliðinu Exeter en Gascoigne hefur verið atvinnulaus frá því að hann yfirgaf herbúðir Burnley sl. vor. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að umboðsmaður Gascoigne, Ian Elliott, hafi átt í viðræðum við forráðamenn Exeter að undanförnu og að fundað verði með Gascoigne síðar í vikunni.

*ÚRVALSDEILDARLIÐ Skallagríms í körfuknattleik karla hefur fengið bandaríska leikmanninn Isaac Hawkins til liðsins í stað landa hans Charles Ward sem var sendur heim á dögunum. Hawkins er 2,03 metra miðherji og kemur frá Pittsburgh-háskólanum sem leikur í 1. deild.

*LÖGREGLAN í Cook-sýslu í Bandaríkjunum handtók í gær mann sem grunaður er um að hafa ætlað sér að ná fé sem er í eigu körfuknattleiksmannsins Michael Jordan. Maðurinn, Ishman Walker, hafði komist yfir númer á bankareikningum Jordans og hafði í hyggju að ná í tvífara hans og konu sem líktist eiginkonu Jordans, Juanitu, til þess að fara í bankann og tæma reikningana sem þar eru. Lögreglan fann á heimili Walkers gögn um fyrirætlanir hans.

*FORRÁÐAMENN enska 1. deildarliðsins Brighton hafa ráðið Steve Coppell sem knattspyrnustjóra en Martin Hinshelwood var sagt upp störfum á mánudag, en þáði starf sem aðstoðarmaður Coppells. Brighton sigraði í 2. deildinni sl. vor en hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum það sem af er og er í neðsta sæti með fjögur stig að loknum tólf umferðum.

*COPPELL sem lék á sínum tíma með Manchester United er 47 ára gamall og stýrði Brentford á síðustu leiktíð og tapaði í umspili um laust sæti í 1. deild gegn Stoke í Cardiff. Coppell hætti störfum í kjölfarið.

*KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur hug á að styrkja lið sitt þegar opnað verður fyrir kaup á leikmönnum í janúar. Hann er sagður hafa áhuga á að fá varnarmennina Chris Riggott og Martin Keown - og sóknarleikmennina Eið Smára Guðjohnsen og Francis Jeffers.

*

DAVID Trezegue, framherji Juventus, hefur verið kallaður inn í franska landsliðið fyrir leikinn við Slóveníu í París á laugardaginn. Trezeguet kemur inn í stað Olivers Kapo, leikmanns Auxerre, sem er meiddur. Trezeguet hefur lítt leikið undanfarna mánuði vegna meiðsla í hægra hné.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren