Fred Durst í tygjum við Britney Spears

Britney Spears.
Britney Spears.

Fred Durst, sem er söngvari rokksveitarinnar Limp Bizkit, er sagður í tygjum við Britney Spears, en Durst er 10 árum eldri en Spears. Söngvarinn er sagður hafa átt fundi með Spears þegar hún vann að nýrri breiðskífu sinni, sem kemur út síðar á árinu. Durst sagði í samtali við götublaðið The Sun að Britney væri ótrúlega elskuleg stúlka.

Hann sagðist jafnframt gera ráð fyrir að margir væru ekki ánægðir með vinskap þeirra en benti fólki á að taka því rólega. "Þú getur ekki gert að því þó að ýmiss konar atvik eigi sér stað en oft eru einhverjar ástæður sem liggja að baki. Ég átti ekki von á að hún hefði slík áhrif á mig, ég kann ákaflega vel við hana," sagði Durst, sem hætti með Playboy-fyrirsætunni Jennifer Rovero árið 2001.

Durst og Rovero eiga 17 mánaða gamlan dreng, sem heitir Dallas. Durst á einnig 10 ára gamla dóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård