Botnleðja og Birgitta Haukdal meðal þátttakenda í forkeppni Sjónvarpsins

Egill Eðvarðsson, Birgitta Haukdal og Hreimur Örn Heimisson ræða málin …
Egill Eðvarðsson, Birgitta Haukdal og Hreimur Örn Heimisson ræða málin í dag þegar söngvakeppnin var kynnt. mbl.is/Golli

Hreimur Örn Heimisson, Birgitta Haukdal, Eivör Pálsdóttir, Rúnar Júlíusson og hljómsveitin Botnleðja eru meðal flytjenda í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en forkeppnin fer fram í beinni útsendingu í Háskólabíói 15. febrúar. Dómnefnd hefur valið 15 lög til flutnings, en 204 lög bárust í forkeppnina.

Leynd hefur hvílt yfir því hverjir flytjendur og höfundar laganna eru, en vegna áhuga kveðst Sjónvarpið hafa ákveðið að upplýsa um nöfn laganna og flytjenda þeirra. Hins vegar verður ekki upplýst hverjir eru höfundar laganna fyrr en í kynningarþáttum forkeppninnar, sem sýndir verða 3. til 7. febrúar.

Úrslitin verða í beinni útsendingu Sjónvarpsins og Rásar 2 15. febrúar í Háskólabíói. Útsendingin hefst kl. 21. Gísli Marteinn Baldursson og Logi Bergmann Eiðsson verða kynnar keppninnar. Ætlunin er að almenningur geti keypt sér miða í Háskólabíói og verður miðaverði stillt í hóf, að sögn RÚV.

Framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003 verður valið með símakosningu á lokakvöldinu. Áhorfendur velja lagið með því að hringja í símanúmer þess lags sem þeir telja best. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Riga í Lettlandi 24. maí nk. og verður fulltrúi Íslands fyrstur á svið ytra.

Flytjendur og lag:

Þóra Gísladóttir - Hvar sem ég enda

Ragnheiður Gröndal - Ferrari

Hreimur Örn Heimisson - Þú

Ingunn Gylfadóttir - Sögur

Rúnar Júlíusson - Ást á skítugum skóm

Birgitta Haukdal - Segðu mér allt

Botnleðja - Eurovísa

Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Þú og ég

Regína Ósk Óskarsdóttir og Hjalti Jónsson - Engu þurfum að tapa

Hjördís Elín Lárusdóttir og Guðrún Árný Karlsdóttir - Með þér

Eivör Pálsdóttir - Í nótt

Hreimur Örn Heimisson - Ég á mér lítinn draum

Ragnheiður Eiríksdóttir - Tangó

Höskuldur Örn Lárusson - Allt

Þórey Heiðdal - Sá þig

Birgitta Haukdal söngkona poppsveitarinnar Írafárs.
Birgitta Haukdal söngkona poppsveitarinnar Írafárs. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir