Plötubúðinni Hljómalind lokað

"Allt gott tekur enda." Kiddi í Hljómalind skyggnist inn í óráðna framtíð. Morgunblaðið/Þorkell

Búið er að loka plötubúðinni Hljómalind. Að sögn eiganda, Kristins Sæmundssonar, ætlar hann að loka og læsa og flytja út til Englands. Verslunin Hljómalind var opnuð í Austurstræti árið 1991, en árið áður hafði hún verið rekin sem póstverslun og helgarsala í Kolaportinu. Hljómalind hefur alla tíð verið ein helsta grasrótarplötubúðin hér á landi, jafnframt því sem Kristinn hefur staðið að innflutningi erlendra listamanna og hljómsveita hingað til lands undir merkjum Hljómalindar.

"Ég er búinn að gefast upp á þessu brasi," segir Kiddi. "Plötusalan stendur ekki undir ævintýraþránni í mér lengur. Salan er núna einn þriðji af því sem áður var auk þess sem búð eins og Hljómalind getur aldrei orðið einhver massasölubúð."

Það er engu að síður stutt í góða skapið hjá Kidda, þrátt fyrir þessi endalok.

"Jú, jú, þetta er búið að vera rosa gaman en allt gott tekur einhvern tíma enda. Núna erum við að róta í lagernum, fara í gegnum einkasöfn og undirbúa "Lok lok og læs"-útsölu sem hefst fimmtudaginn 23. janúar kl. 12.00 og stendur yfir í tvær til þrjár vikur."

Opið verður til kl. 20.00 þá virku daga sem salan stendur yfir. Kiddi er líka að skoða möguleikann á að halda eitthvert lokahóf þegar allt er um garð gengið.

"Ég fer svo til útlanda og ætla að hugsa minn gang þar," segir Kiddi. "En ég get ekki verið aðgerðalaus lengi. Ég held örugglega áfram að vinna í tónlist með einhverjum hætti. Ísland er einfaldlega orðið allt of lítið fyrir mig," segir hann hlæjandi að lokum, byrjaður að pússa vængina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir