Caoz kannar framleiðslu á teiknimyndum um Benedikt búálf

Benedikt búálfur.
Benedikt búálfur. mbl.is

Hönnunarfyrirtækið Caoz, sem framleiddi tölvuteiknimyndina Litlu ljótu lirfuna, hyggst kanna möguleika á því að færa ævintýri Benedikts búálfs í teiknimyndaþáttaröð fyrir sjónvarp. Undirbúningsvinna við verkefnið er hafin í samvinnu við Ólaf Gunnar Guðlaugsson, höfund ævintýra Benedikts búálfs, en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þættir um búálfinn verði tilbúnir til sýninga árið 2007. Höfundur hefur gefið út nokkrar bækur um Benedikt búálf. Þá er leikrit um Benedikt og ævintýri hans sýnt í Loftkastalanum.

Stefnt er að því að gera 13 þætti, sem eru samtals 336 mínútur að lengd. Fram kemur í fréttabréfi Caoz að framleiðslukostnaður yrði í kringum 360 milljónir króna. Þá kemur fram að teiknimyndin um Litlu ljótu lirfuna verði sýnd á og í tengslum við kvikmyndahátíðirnar í Gautaborg, Cleremont-Ferrand í Frakklandi og Scandinavian Film Festival í Los Angeles. Þá segir að fleiri hátíðir hafi ákveðið að sýna myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson