Þrjúþúsund manns fylgdust með söngkeppni Samfés

Það var margt um manninn þegar söngkeppni Samfés var haldin.
Það var margt um manninn þegar söngkeppni Samfés var haldin. mbl.is/Jim Smart

Guðmund­ur Óskar Guðmunds­son, sem söng lagið ’Till th­ere was you og spilaði á saxó­fón við und­ir­spil Hjart­ar Ingva Jó­hann­es­son­ar á pí­anó, sigraði í söng­keppni Sam­fés sem hald­in var í Laug­ar­dals­höll í gær en þeir Guðmund­ur og Hjört­ur voru full­trú­ar fé­lags­miðstöðvar­inn­ar Hólma­sels. Full­trú­ar Garðalund­ar lentu í öðru sæti, en þar fór fremst í flokki Anna María Björns­dótt­ir sem söng lagið Hello, sem Li­o­nel Richie gerði frægt á sín­um tíma.

Í þriðja sæti voru kepp­end­ur fé­lags­miðstöðvar­inn­ar Igló úr Kópa­vogi, en það voru Marta Björg Her­manns­dótt­ir, Lilja Björg Run­ólfs­dótt­ir og Karítas Ósk Björg­vins­dótt­ir sem sungu sam­an frum­samið lag und­ir heit­inu Taum­laust hug­ar­flug.

Talið er að þrjú þúsund manns hafi verið í hús­inu og var mjög góð stemn­ing. Flutt voru 55 atriði, en alls komu fram rúm­lega 200 þátt­tak­end­ur á aldr­in­um frá 13 til 16 ára. Þar af var lif­andi tónlist flutt und­ir 23 atriðum og ekki færri en 11 frum­sam­in lög flutt. Haldn­ar voru undan­keppn­ir í mörg­um af fé­lags­miðstöðvun­um.

Eins og við var að bú­ast með þenn­an mikla fjölda atriða tók dag­skrá­in nokkuð lang­an tíma, eða rösk­ar fimm stund­ir. Því var boðið upp á keppni í tölvu­leikja­spil­un í and­dyri Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar, og gest­um gafst einnig kost­ur á að keppa í súmó-glímu í sér­stök­um hlífðarbún­ing­um.

Heimasíða Sam­fés

Guðmundur Óskar Guðmundsson fetaði í fótspor Paul McCartneys og söng …
Guðmund­ur Óskar Guðmunds­son fetaði í fót­spor Paul McCart­neys og söng ’Till th­ere was you til sig­urs. mbl.is/​Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka