Jackson leggur fram lögbannskröfu vegna ónotaðs efnis Bashirs

Martin Bashir ræðir við Michael Jackson.
Martin Bashir ræðir við Michael Jackson.

Lögmenn bandarísku poppstjörnunnar Michaels Jacksons lögðu í dag fram lögbannskröfu á hendur breska sjónvarpsfélaginu Granada til að koma í veg fyrir að birtir verði hlutar úr viðtölum Martins Bashirs við Jackson sem ekki voru sýndir í heimildarmyndinni Living with Michael Jackson. Jackson hefur gagnrýnt myndina harðlega og m.a. selt bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox myndband sem starfsmenn Jacksons tóku af viðtölunum.

Í heimildarmyndinni segir Jackson að hann leyfi stundum börnum að sofa hjá sér í rúminu og Bashir lýsir yfir áhyggjum yfir því meðferð Jacksons á börnum sínum þremur.

Í yfirlýsingu frá Jackson og fyrirtæki hans, MJJ Productions Inc., segir að lögð hafi verið fram krafa um að Granada birti ekki þá hluta úr viðtölum Bashirs og Jacksons sem ekki voru notuð í heimildarmyndinni þar til deilumál hafi verið leyst, einkum um hvort Bashir hafi brotið gegn samkomulagi sem hann gerði þegar hann fékk heimild til að taka viðtöl við Jackson og fylgjast með honum.

Granada segist ætla að berjast gegn lögbannskröfunni með öllum ráðum. Málið verður tekið fyrir í yfirrétti í Lundúnum á föstudag.

Lögmenn Jacksons segja að Granada hafi neitað að afhenda þriðja aðila myndefnið til geymslu þar til greitt hefur verið úr lagaflækjum.

Michael Jackson
Michael Jackson AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson