Grammy-verðlaunin mikilvæg fyrir Husky

Husky
Husky

Steinar Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds, fékk í gær tvenn Grammy-verðlaun fyrir vinnu sína við plötu söngkonunnar Noruh Jones, Come Away With Me, þ.e. fyrir bestu hljóðupptöku og sem aðstandandi plötunnar í heild.

Steinar er fyrsti Íslendingurinn sem fær Grammy-verðlaunin, en þau eru helstu verðlaun bandarísks tónlistariðnaðar og sem slík ein þau mikilvægustu sem veitt eru í tónlistarheiminum.

Steinar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri afar ánægður með verðlaunin. Viðurkenningin eigi eflaust eftir að opna honum einhverjar dyr í framtíðinni.

"Það ánægjulegasta við þetta að mínu mati er hversu vel henni Noruh Jones gekk," segir Steinar Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds eins og kallar sig ytra, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn. Steinar er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Grammyverðlaun.

"Þetta segi ég eftir að hafa haft reynslu af því að vinna með henni. Hún átti þetta sannarlega skilið. Gaman líka að sjá einhvern annan vinna þetta en "áskrifendur" eins og Springsteen og Crow. "

Steinar segir að kannski sé nú búin að opnast glæta á Grammy-verðlaununum, að þau fari meira að snúast um tónlistina en pjátrið í kring.

"Kunningi minn vann í hittiðfyrra fyrir O Brother, where art thou? kvikmyndatónlistina og Tom Waits vann verðlaun fyrir Mule Variations árið á undan. Þannig að kannski er fólk farið að huga frekar að tónlistinni en áður."

Steinar segist vissulega ánægður með að hafa fengið verðlaun og segir hlæjandi að honum hafi lítið fundist koma til verðlaunanna fyrr en hann hafi fengið þau.

"Konan sendir mig ennþá út með ruslið en ég fékk þó reyndar kaffið í bólið í morgun. En ég þurfti engu að síður að fara á fætur kl. 7."

Okkar maður í L.A. segir vissulega að dyr geti opnast í framhaldinu.

"Maður veit aldrei hvað gerist en kosturinn við svona verðlaun er auðvitað sá. Maður nýtti sér t.d. vinnuna við Wallflowers-plötuna (Breach, 2000) sem ákveðið nafnspjald þó það sé nú lítt merkileg plata að mínu mati. Ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá Solomon Burke fara lengra, enda er það meira minn stíll."

Steinar leggur áherslu á það að hann sinni öllum verkefnum af sömu elju, gott sé að fá viðurkenningu en fyrst og fremst skipti það máli að vera sáttur við sín verk þegar upp er staðið.

Steinar vill að lokum þakka foreldrum sínum, Sigríði Magnúsdóttur og Höskuldi Þráinssyni, þennan árangur sinn.

"Mamma og pabbi eiga ekki lítinn þátt í þessu því þau sýndu að það væri ekkert mál að flytja til útlanda og freista gæfunnar. Þau fóru bæði hingað í nám þegar ég var 6 ára og hafa stutt mig alla leiðina í þeirri ákvörðun að gera þetta. Pabbi fann m.a. þetta nám fyrir mig í UCLA, þannig að þau eiga þessi verðlaun með mér!"

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach