Cat Stevens í hljóðveri í fyrsta skiptið í aldarfjórðung

Börn sem særst hafa í loftárásum á Bagdad.
Börn sem særst hafa í loftárásum á Bagdad. AP

Fyrrverandi poppstjarnan Cat Stevens, sem tók upp nafnið Yusuf Islam þegar hann snerist til íslamstrúar, hefur hljóðritað fyrsta lag sitt í aldarfjórðung en tilefnið er að afla fjár fyrir börn sem hafa orðið fyrir áhrifum stríðsins í Írak. Stevens endurhljóðritaði lag sem hann gerði vinsælt árið 1971, „Peace Train“ í hljóðveri í Jóhannarborg í Suður-Afríku.

Lagið er eitt af mörgun á plötunni „Hope“ (Von) sem framleidd er fyrir góðgerðarsamtökin War Child en þau aðstoða börn sem hafa orðið illa úti í stríðshrjáðum löndum. Þeir sem eiga lag á plötunni eru m.a. Paul McCartney, David Bowie og George Michael.

Stevens ritar á vefsíðu sína: „Sem manneskja og múslimi legg ég fram þetta lag í þágu friðsamlegra lausna á hættulegri braut sem sumir þjóðarleiðtogar virðast vera að feta í dag.“

Vefsíða Cat Stevens

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir