Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsar í Cannes

Hjörtur Grétarsson, Laufey Guðjónsdóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir frá Kvikmyndamiðstöðinni …
Hjörtur Grétarsson, Laufey Guðjónsdóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir frá Kvikmyndamiðstöðinni stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

Nýstofnuð Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsaði formlega upp á gestgjafa sína í Cannes og aðra samstarfsmenn og velunnara, gamla og nýja, með því að efna til sérstakrar móttöku á föstudaginn var á skrifstofu norrænu kvikmyndamiðstöðvanna, sem er á besta stað við strandgötuna La Croisette, meginæð kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Kvikmyndamiðstöðvar, hefur verið sérlega vel tekið á móti nýju miðstöðinni og starfsfólki hennar, en auk Laufeyjar eru á staðnum Hjörtur Grétarsson og Guðrún Edda Þórhannesdóttir, sem bæði tóku nýverið til starfa hjá Kvikmyndamiðstöð.

Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar eru í Cannes til að kynna það sem íslensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða um þessar myndir, þær myndir sem hlotið hafa styrk frá Kvikmyndasjóði, auk þess að greiða leið þeirra íslensku kvikmyndagerðarmanna sem eru í Cannes til að koma á framfæri myndum sínum eða hugmyndum að myndum sem stendur til að framleiða.

Cannes. Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir