Tónleikar Bjarkar voru lokaatriði Hróarskelduhátíðarinnar í gær. Stemmningin var engu lík og var Björk ítrekað klöppuð upp af gestum hátíðarinnar en lokatónleikarnir þykja hafa ákveðinn heiðurssess. Mikill fjöldi sótti hátíðina í ár, sem var einkar vel heppnuð. Lítið var um slagsmál eða ölvun og rólegt yfir mannskapnum. Veðrið lék líka við hátíðargesti, var hlýtt og milt með einstaka skúrum.
Auk Bjarkar tróðu upp þrjár íslenskar hljómsveitir og var þeim öllum mjög vel tekið. Hljómsveitin Sigur Rós sló eftirminnilega í gegn auk þess sem tónleikar Ske, GusGus og Hafdísar Huldar með hljómsveitinni FC-Khuna þóttu heppnast frábærlega vel.