Schwarzenegger ætlar í ríkisstjóraframboð

Arnold Schwarzenegger og Maria Schriver kona hans.
Arnold Schwarzenegger og Maria Schriver kona hans. AP

Kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarzenegger lýsti því yfir í kvöld að hann hyggðist bjóða sig fram í embætti ríkisstjóra Kalíforníu. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, ein sú erfiðasta sem ég hef tekið á ævinni," sagði Schwarzenegger í spjallþætti Jay Lenos sem tekinn var upp í Los Angeles í kvöld.

Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Schwarzenegger myndi fara í framboð eða ekki. Flestir sem kunnugir eru leikaranum hölluðust að því að hann myndi ekki fara fram, og sögðu að eiginkona hans, sjónvarpsfréttakonan Maria Shriver, hefði áhyggjur af þeim áhrifum sem stjórnmálaferill kunni að hafa á heimilið og börn þeirra fjögur sem eru á aldrinum 6 til 14 ára.

Töluvert er um aðra frambjóðendur til embættisins en í Kaliforníu nægja 65 undirskriftir stuðningsmanna og 3500 dala gjald til að bjóða sig fram til ríkisstjóra. Meðal væntanlegra frambjóðenda, auk núverandi ríkisstjóra, Gray Davis, eru Larry Flynt, útgefandi Hustler-tímaritsins, og klámstjarnan Mary Carey auk fjölda listamanna og fólks úr viðskiptalífinu en um 250 framboðsumsóknir hafa verið afgreiddar enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan