Bróðir Mette-Marit dæmdur fyrir líkamsárás

Hákon og Mette-Marit.
Hákon og Mette-Marit. AP

Eldri bróðir Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á fyrrum sambýliskonu sína. Maðurinn, sem heitir Espen Høiby og er 44 ára gamall flugmaður hjá SAS, var einnig dæmdur til að greiða konunni jafnvirði um 400 þúsund króna. SAS leysti Høiby frá störfum strax og dómurinn var kveðinn upp en Høiby segist munu áfrýja.

Høiby var fundinn sekur um að hafa ráðist á konuna eftir afmælisveislu í september árið 2001. Konan fékk heilahristing og fingurbrotnaði en Høiby hrinti henni og sló hana síðan ítrekað.

Mál þetta þykir setja ákveðinn blett á norsku konungsfjölskylduna sem lengi vel hefur þótt tákn siðsemdar og háttprýði. Fortíð Mette-Marit var mjög til umfjöllunar áður en hún giftist Hákoni krónprins á síðasta ári en hún var einstæð móðir og viðurkenndi að hafa umgengist fíkniefnaneytendur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka