Bandaríska kvikmyndin "Titanic" var valin versta kvikmynd allra tíma hjá áhorfendum sjónvarpsþáttar hjá BBC. Fjölmargar frægar kvikmyndir eru á listanum, svo sem "Pearl Harbor", "Artificial Intelligence og "Battlefield Earth". Það voru áhorfendur þáttarins Film 2003 sem völdu Titanic, sem er ein aðsóknarmesta kvikmynd sögunnar og vann til 11 Óskarsverðlauna árið 1998, í efsta sæti listans.
Könnunin var framkvæmd vegna dreifingar á kvikmyndinni Gigli, með Jennifer Lopez og Ben Affleck, en kvikmyndin hefur fengið slæma dóma. Gigli var hins vegar hvergi að finna á lista yfir 10 verstu kvikmyndir sögunnar. Kvikmynd Steven Spielberg, sem nefnist "Artificial Intelligence", hafnaði í öðru sæti. Þá komst Affleck á listann með Pearl Harbor, sem er í þriðja sæti.
Listi Film 2003
1. Titanic
2. AI: Artificial Intelligence
3. Pearl Harbor
4. Vanilla Sky
5. The Blair Witch Project
6. Batman and Robin
7. The Avengers
8. Battlefield Earth
9. Eyes Wide Shut
10. Highlander 2: The Quickening