Jarlinn og greifynjan af Wessex, öðru nafni Játvarður Bretaprins og kona hans Sophie, hafa ákveðið að nýfædd dóttir þeirra skuli heita Lovísa Lísa Elízabet María Mountbatten-Windsor.
Í tilkynningu frá bresku hirðinni segir að prinsessan, nýjasta viðbótin við bresku konungsfjölskylduna, verði í daglegu tali nefnd lafði Lovísa Windsor.
Játvarður og Sophie hafa, með samþykki Elísabetar drottningar, ákveðið að stúlkan skuli ekki nefnd „hennar konunglega hágöfgi“ heldur aðeins nota titilinn „jarlsdóttir“.
Og þótt fullt eftirnafn hennar við skírn sé Mountbatten-Windsor muni hún einungis notast við seinni hluta þess, Windsor.