Fjárhagur Jacksons verður „í góðu lagi“

Michael Jackson á tónlistarhátíð í Las Vegas í október 2003.
Michael Jackson á tónlistarhátíð í Las Vegas í október 2003. AP

Nánustu ráðgjafar Michaels Jacksons áttu saman fund á hóteli í Beverly Hills í gær og lýstu því yfir að honum loknum að allt verði í lagi með fjárhaginn hjá popparanum en hann hefur verið ákærður fyrir misnotkun á barni. Jackson, sem kallar sig „poppkónginn“, var ekki á fundinum en þar voru hins vegar liðsmenn samtakanna Nation of Islam, en nýtt hlutverk þeirra í öryggisgæslu popparans hefur verið mjög til umræðu að undanförnu.

Lögmaður Jacksons, Mark Geragos, sat fundinn auk fjármálaráðgjafa og tónlistarumboðsmanns hans, Charles Koppelman, sem sagði aðspurður um fjárhagsstöðu Jacksons að hún myndi verða „í góðu lagi“.

Koppelman sagði að fregnir um að Jackson ætti í erfiðleikum með að standa í skilum með afborganir af kaupum á útgáfurétti á nokkrum bítlalögum væru ekki sannar. Hann bætti við að rætt hafi verið á fundinum í gær um eignir Jacksons og ennfremur að söngvarinn ætli ekki að leiga út Neverland.

Tony Muhammad, sem er félagi í samtökunum Nation of Islam og sat fundinn, sagði þegar hann var spurður um hlutverk samtakanna hjá Jackson: „Flestir á fundinum voru gyðingar. Þetta snerist ekki um trúarbrögð.“

Vinir og fjölskylda Jacksons ráðgera að flytja hundruð aðdáenda hans í rútum að dómshúsinu þegar hann þarf að mæta fyrir rétt í fyrsta skipti á föstudag, svo fólkið geti sýnt söngvaranum stuðning sinn, að því er segir í frétt Reuters.

Charles Koppelman, tónlistarumboðsmaður Michaels Jacksons, t.v., og Leonard Muhammad, hjá …
Charles Koppelman, tónlistarumboðsmaður Michaels Jacksons, t.v., og Leonard Muhammad, hjá Nation of Islam, á blaðamannafundi í gær. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson