Rás 2 bauð hlustendum sínum í dag að velja kynþokkafyllsta íslenska karlmanninn en þetta er siður hjá útvarpsstöðinni á bóndadaginn. Niðurstaðan varð sú, að Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður, varð hlutskarpastur en í 2. sæti varð Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík og í 3. sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fréttamaður.
Kalli Bjarni, Idolstjarna, varð í 4. sæti, Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur, varð 5., Vilhelm Anton Jónsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður varð sjötti, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður og kynþokkafyllsti karlmaðurinn í fyrra, varð sjöunni, tónlistarmaðurinn Jónsi varð 8., Sigfús Sigurðsson, handboltamaður níundi og Jón Sigurðsson Idolstjarna hreppti 10. sætið.