Jón Ólafsson valinn kynþokkafyllsti karlinn

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Rás 2 bauð hlustendum sínum í dag að velja kynþokkafyllsta íslenska karlmanninn en þetta er siður hjá útvarpsstöðinni á bóndadaginn. Niðurstaðan varð sú, að Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður, varð hlutskarpastur en í 2. sæti varð Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík og í 3. sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fréttamaður.

Kalli Bjarni, Idolstjarna, varð í 4. sæti, Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur, varð 5., Vilhelm Anton Jónsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður varð sjötti, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður og kynþokkafyllsti karlmaðurinn í fyrra, varð sjöunni, tónlistarmaðurinn Jónsi varð 8., Sigfús Sigurðsson, handboltamaður níundi og Jón Sigurðsson Idolstjarna hreppti 10. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir