Pauzuolis og Rasikevicius markahæstir hjá Litháum

*ROBERTAS Pauzuolis og Dalius Rasikevicius, leikmenn Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, voru markahæstir hjá Litháen sem tapaði fyrir Grikklandi, 31:26, í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Túnis í handknattleik í fyrrakvöld en leikið var í Aþenu. Litháar verða að vinna heimaleikinn gegn Grikkjum á sunnudag með minnst fimm mörkum til að vinna riðilinn og komast í útsláttarkeppnina um HM-sæti sem fram fer í byrjun júní.

*WOLVES keypti í gær Carl Cort framherja frá Newcastle á 1,5 milljónir punda eða sem svarar nálægt 190 milljónum króna. Úlfarnir hafa heldur betur bitið frá sér í síðustu leikjum. Þeir lögðu meistara Manchester United um síðustu helgi og gerðu jafntefli við Liverpool í fyrrakvöld - með marki á elleftu stundu. Með kaupunum á Cort vonast forráðamenn Úlfanna eftir að sóknarleikur liðsins skerpist en þeir hafa aðeins skorað 20 mörk í 22 leikjum í deildinni.

*PAUL Dalglish, sonur hins fræga Kenny Dalglish, fyrrverandi leikmann Celce og Liverpool - og knattspyrnustjóri Liverpool og Blackburn, er á leið til ítalska 1. deildar liðsins Modena. Dalglish yngri, sem er 26 ára, hefur til þessa ekki náð að feta í fótspor föður síns og hefur upp á síðkastið spilað með Linfield á Norður-Írlandi, en áður með Blackpool, Wigan og Norwich í neðri deildunum í Englandi.

*ÍTALSKI markvörðurinn Carlo Cudicini segir við enska dagblaðið London Evening Standard í gær að hann hafi ekki hug á því að fara frá Chelsea áður en samningur hans við félagið rennur út árið 2008.

*CHELSEA keypti á dögunum landsliðsmarkvörð Tékka, Petr Cech fyrir um 1,1 milljarð kr., frá franska liðinu Rennes, og voru sögusagnir á lofti að Cudicini hefði hug á því að fara til Ítalíu eftir fimm ára veru í London. "Mér hefur aldrei dottið það í hug að fara frá Chelsea. Mér líður vel hér, ég elska félagið, stuðningsmennina og ég vill vera hér áfram og vinna titla með Chelsea, segir Cudicini en hann segir að erfiðleikar í einkalífi hans hafi haft áhrif á hann undanfarna mánuði. "Ég á ekki lengur eiginkonu, við erum skilin, hún er á Ítalíu en ég er ekki að fara frá Chelsea," segir Cudicini.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinna þín krefst meiri hæfni og getu en þú telur þig búa yfir í dag. Orka þín er minni og þolinmæðin líka. Leitaðu hjálpar áður en það verður of seint.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinna þín krefst meiri hæfni og getu en þú telur þig búa yfir í dag. Orka þín er minni og þolinmæðin líka. Leitaðu hjálpar áður en það verður of seint.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton